Kraftbílar

Kraftbílar

Kraftbílar taka við atvinnutækjaþjónustu Brimborgar á Akureyri

Kraftbílar, Draupnisgötu 6, Akureyri hafa tekið við allri þjónustu atvinnutækjaverkstæðis Brimborgar Akureyri frá og með 1. september 2013.  Kraftbílar munu framvegis sjá um viðgerðarþjónustu fyrir  Volvo vörubíla, Volvo rútur, Volvo vinnuvélar og Volvo Penta bátavélar á Akureyri. Einnig mun viðgerðarþjónusta fyrir landbúnaðartæki frá Jötunn Vélum flytjast yfir til Kraftbíla.

Allir starfsmenn sem hafa starfað á atvinnutækjaverkstæði Brimborgar á  Akureyri fara til starfa hjá Kraftbílum og munu nú sem fyrr leggja metnað sinn í að tryggja eigendum ofangreindra tækja bestu mögulegu þjónustu.

Brimborg Akureyri mun áfram sjá um sölu vara- og aukahluta í Volvo atvinnutæki á sama stað að Tryggvabraut 5 á Akureyri.Kraftbílar bjóða viðskiptavini atvinnutækjaþjónustu Brimborgar á Akureyri og Jötunn Véla velkomna til okkar að Draupnisgötu 6. Við höfum stækkað við okkur húsnæði og opnað sérhæft verkstæði fyrir búvélar og vinnuvélar hér í Draupnisgötunni.

Bjóðum einnig starfsmenn atvinnutækjaþjónustu Brimborgar velkomna til starfa sem koma til með að styrkja okkar góða hóp starfsmanna.

 

Subaru
Nissan
Hyundai
Man
BMW
Renault
Land Rover
Opel
Motul olíur
Komatsu
New Holland
Case IH
Fella
Alö quicke
AP Machinebouw
WEIDEMANN
KONGSKILDE
Webasto
Zetor dráttarvélar

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf