Vörubílaverkstæði Kraftbíla

Vörubílaverkstæði, þjónustuumboð fyrir Öskju, Veltir/Brimborg, Kraft og Kraftvélar

Á vörubílaverkstæði Kraftbíla er boðið uppá viðgerðir á dráttarvélum, landbúnaðartækjum, vinnuvélum, lyfturum, iðnaðarvélum, vörubílum o.sv.frv.
Starfsmenn eru vel menntaðir viðgerðarmenn með langa starfsreynslu.

Markmið Kraftbíla hefur ávalt verið að bjóða viðskiptavinum sínum góða þjónustu hvenær sem þeir þurfa á henni að halda.
Kraftbílar er eina verkstæðið á landsbyggðinni sem hefur réttindi til að rétta og mæla upp vörubílagrindur, aftanívagna og snjótennur og er verkstæðið búið nýjum og öflugum tækjum til þess.

Lögð er áhersla á að starfsmenn sæki námskeið til kynningar á þeim tækjum og bílum sem verkstæðið þjónustar, og einnig er varðar endurmenntun í bílgreininni.

 
Verkstæðið er vel tækjum búið og tilbúið að takast á við flóknustu verk hvort sem um er að ræða rafmagnsviðgerðir eða hefðbundnar vélaviðgerðir. Einnig erum við sérhæfðir í vökvaviðgerðum og vel búnir tækjum.

 


Hönnum, burðarreiknum og byggjum undir palla, krana vörukassa, krókheysi ofl.

Lengjum og styttum vörubíla samkvæmt kröfum framleiðenda og ábyggingagerð.

Við önnumst meðal annars:


  • Mótorviðgerðir
  • Gírkassaviðgerðir
  • Tjónaviðgerðir
  • Grindarétting og mæling
  • Hjólastillinga- og burðarvirkisvottorð fyrir skráningu tjónabíla
  • Kælivélaviðgerðir
  • Rafmagnsviðgerðir
  • Löggilding ökurita og hraðatakmarka
  • Drif- og bremsuviðgerðir
  • ABS bremsukerfi vagna
  • Smurstöð
  • Vinnuvélaviðgerðir
  • Lyftaraviðgerðir
  • Dráttarvélaviðgerðir